NÝTT veftímarit hefur byrjað göngu sína í tengslum við vefinn stefanjon.is. Stefán Jón Hafstein stendur að tímaritinu og verður útgáfan 8-10 sinnum á ári. Þar birtast dagbækur Steáns Jóns frá Afríku ásamt ljósmyndum og lifandi myndum.

NÝTT veftímarit hefur byrjað göngu sína í tengslum við vefinn stefanjon.is. Stefán Jón Hafstein stendur að tímaritinu og verður útgáfan 8-10 sinnum á ári. Þar birtast dagbækur Steáns Jóns frá Afríku ásamt ljósmyndum og lifandi myndum. Stefán Jón er nú starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu og er í leyfi frá borgarstjórn Reykjavíkur 2007-2009.

Í upphafi janúarpistils á veftímaritinu segir meðal annars: „Álfan heita heilsar nýju ári með blendnum huga. Margvíslegur uppgangur í efnhagsmálum hefur skotið fólki fram á veg miðað við þá hryggilegu stöðnun sem áður ríkti áratugum saman hvað sem leið þróunaraðstoð og heilræðum úr öllum áttum. Hrávörur hækka í verði á heimsmarkaði og það hjálpar ríkjum sem eiga auðlindir í jörðu eða hafsbotni. Ferðamannastraumur eykst víða. Ný olíuríki auðgast.“