Í ham Guðmundur og Stefán.
Í ham Guðmundur og Stefán. — Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HINN 10. mars næstkomandi verða 20 ár liðin frá því ein vinsælasta hljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, var stofnuð.

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson

jbk@mbl.is

HINN 10. mars næstkomandi verða 20 ár liðin frá því ein vinsælasta hljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, var stofnuð. Eins og áður hefur komið fram mun sveitin fagna þessum tímamótum með stórtónleikum í Laugardalshöllinni föstudagskvöldið 14. mars, en miðasala á tónleikana hefst í dag. Á þessum tímamótum hefur einnig verið ákveðið að fara yfir farinn veg, og hefur Jón Egill Bergþórsson kvikmyndagerðarmaður verið fenginn til þess að gera heimildarmynd um sveitina. „Fókusinn er á sögu sveitarinnar, alveg fram að þessum stórtónleikum sem verða þá lokapunkturinn í myndinni,“ segir Jón.

Myndin kemur út á DVD í haust, og verður væntanlega sýnd í sjónvarpi þar að auki. Þá má einnig geta þess að til stendur að skrifa bók um sögu Sálarinnar. | 47