VIÐRÆÐUR eiga sér enn stað milli Skipta , móðurfélags Símans, við einkavæðingarnefnd Slóveníu vegna hugsanlegra kaupa Skipta á nær helmingshlut í símafyrirtækinu Telekom Slovenije.

VIÐRÆÐUR eiga sér enn stað milli Skipta , móðurfélags Símans, við einkavæðingarnefnd Slóveníu vegna hugsanlegra kaupa Skipta á nær helmingshlut í símafyrirtækinu Telekom Slovenije.

Fulltrúar Skipta voru í Slóveníu í vikunni og segir Pétur Óskarsson, talsmaður félagsins, að mörg mál hafi nú verið afgreidd , en ennþá eigi eftir að ganga frá nokkrum málum áður en niðurstaða fæst.

Í Slóveníu ræða fjölmiðlar um fjármögnun Bain og Axos Capital , sem einnig sækjast eftir að fá að kaupa í slóvenska fyrirtækinu, en fjármögnunarleiðir þeirra munu að sögn þarlendra fjölmiðla ekki að öllu leyti vera í samræmi við slóvensk lög.

Í dag er búist við því að birt verði uppgjör Skipta fyrir árið 2007.