Áætlað er að 6.000 vöruflutningabílar bíði tollafgreiðslu við eystri landamæri Póllands. Leiðir þetta af mótmælaaðgerðum tollvarða, sem hafa tafið vinnu sína þar til stjórnvöld koma til móts við launakröfur þeirra.

Áætlað er að 6.000 vöruflutningabílar bíði tollafgreiðslu við eystri landamæri Póllands. Leiðir þetta af mótmælaaðgerðum tollvarða, sem hafa tafið vinnu sína þar til stjórnvöld koma til móts við launakröfur þeirra.

Segja tollverðir vinnu sína hafa orðið erfiðari eftir að Pólland varð aðili að Schengen-svæðinu. Nú þurfi að gæta meira öryggis við landamæri Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Kalíningrad.

Stjórnvöld hafa boðið um 13.000 króna hækkun, en tollverðir krefjast þrefalt meiri hækkunar. aij