VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri byjar nýtt starfsár á laugardag með með árlegri byssusýningu. Sýningin er haldin í samvinnu við verslunina Vesturröst í Reykjavík og stendur 2.-3. febrúar frá kl. 11-18 í húsakynnum Veiðisafnsins á Eyrarbraut 49 á Stokkseyri.

VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri byjar nýtt starfsár á laugardag með með árlegri byssusýningu. Sýningin er haldin í samvinnu við verslunina Vesturröst í Reykjavík og stendur 2.-3. febrúar frá kl. 11-18 í húsakynnum Veiðisafnsins á Eyrarbraut 49 á Stokkseyri.

Á sýningunni verður fjölbreytt úrval skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, vélbyssur, skammbyssur og herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heimsstyrjöld. Einnig verða sýndir framhlaðningar og byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins. Þá verða til sýnis skotvopn úr einkasöfnum, m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Guðjóni Valdimarssyni, Sigurfinni Jónssyni, Páli Reynissyni og fjölmörgum öðrum að ógleymdum íslensku Drífu-haglabyssunum frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.

Sýningin verður í báðum sýningarsölum Veiðisafnsins en þar var opnaður nýr 260 m 2 sýningarsalur á liðnu sumri. Hvergi á landinu má sjá fleiri tegundir uppstoppaðra innlendra og erlendra dýra, m.a. margra Afríkudýra, áhalda til veiða og annað tengt veiðum.