Á forsíðu 24 stunda í gær var sagt frá fyrirtæki sem Jónas Ingi Ragnarsson stofnaði nýverið til að veita fyrrverandi og núverandi föngum aukin atvinnutækifæri.

Á forsíðu 24 stunda í gær var sagt frá fyrirtæki sem Jónas Ingi Ragnarsson stofnaði nýverið til að veita fyrrverandi og núverandi föngum aukin atvinnutækifæri. Í greininni var haft eftir honum að fyrirtækið hygðist bjóða upp á símsvörunarþjónustu, sem fangar á Kvíabryggju myndu sinna. Nokkrir samningar væru í höfn og um samstarfsverkefni væri að ræða við Fangelsismálastofnun.

„Fangelsismálastofnun hefur ekki gert samning við Hjúp ehf. um að fangar á Kvíabryggju taki þátt í símsvörunarþjónustu fyrir fyrirtækið, né stendur til að gera slíkan samning,“ segir Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.

„Verði breytingar á vinnu fanga verður það gert á forsendum Fangelsismálastofnunar.“ æþe