UNIFEM á Íslandi mun halda annan fundinn í fundaröðinni UNIFEM-umræðum næstkomandi laugardag, 2. febrúar. Markmið fundanna er að varpa ljósi á stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum sem og að kynna starf UNIFEM.

UNIFEM á Íslandi mun halda annan fundinn í fundaröðinni UNIFEM-umræðum næstkomandi laugardag, 2. febrúar.

Markmið fundanna er að varpa ljósi á stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum sem og að kynna starf UNIFEM. Fundurinn, sem stendur í um klukkutíma, verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 og hefst kl. 13.

Á fundinum munu tvær konur varpa ljósi á söguna, pólitíkina, jafnrétti kynjanna og ástand samfélaganna í Suður-Súdan og Kongó út frá eigin reynslu, þær Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður og þróunarfræðingur, og Bergljót Arnalds, rithöfundur og leikkona.