[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma með ítalska liðinu Lottomatica Róma í gærkvöldi þegar liðið tapaði 74:67 gegn Chorale Roanne frá Frakklandi á heimavelli í Meistaradeildinni í körfuknattleik.
Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma með ítalska liðinu Lottomatica Róma í gærkvöldi þegar liðið tapaði 74:67 gegn Chorale Roanne frá Frakklandi á heimavelli í Meistaradeildinni í körfuknattleik.

Jón Arnór lék í 25 mínútur og skoraði 10 stig fyrir Róma. Hann skoraði úr öllum sex vítaskotum sínum í leiknum, tvö af alls þremur tveggja stiga skotum hans fóru ofan í en hann náði ekki að skora þriggja stiga körfu í leiknum.

Finnski sóknarmaðurinn Jari Litmanen gekk til liðs við Fulham í gær en þessi 36 ára gamli leikmaður hefur víða komið við á ferli sínum. Hann lék í eitt ár með Liverpool og Barcelona í tvö ár en lengst af sínum ferli hefur hann spilað með Ajax . Síðast var hann á mála hjá sænska liðinu Malmö .

Derby nældi sér í tvo reynslubolta. Markvörðurinn Roy Carroll kom frá Rangers og leikur með Derby út leiktíðina en miðvörðurinn Alan Stubbs gerði 18 mánaða samning en hann hefur verið á mála hjá Everton .

T ottenham stóð í ströngu í gær. Liðið samdi við Brasilíumanninn Gilberto frá Herthu Berlin en lánaði tvo varnarmenn.

Kanadíski landsliðsmaðurinn Paul Stalteri skipti yfir til Fulham og Anthony Gardner til Everton .

Wigan fékk norska landsliðsmanninn Erik Hagen frá rússneska liðinu Zenit Pétursborg . Hagen er nautsterkur varnarmaður sem varð meistari með Árna Gauti Arasyni hjá Vålerenga fyrir þremur árum.

Handknattleiksmaðurinn Rögnvaldur Johnsen hefur tilkynnt félagsskipti úr Akureyri til síns gamla félags, Stjörnunnar.

Þá hefur Afturelding fengið serbneska handknattleiksmanninn Slobodan Neskov til liðs við sig auk Ingimars Jónssonar sem lék fyrir fáeinum árum með Val en hefur upp á síðkastið leikið í utandeildinni. Þeir eiga að styrkja liðið fyrir átökin sem framundan eru í fallbaráttu N1-deildar karla.