Hluthafar Kaupþings högnuðust um 70 milljarða á seinasta ári eftir skatta sem er töluvert minna en í fyrra, þegar hagnaðurinn nam rúmum 85 milljörðum.

Hluthafar Kaupþings högnuðust um 70 milljarða á seinasta ári eftir skatta sem er töluvert minna en í fyrra, þegar hagnaðurinn nam rúmum 85 milljörðum. Segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri að það hafi gengið sérlega vel hjá Kaupþingi framan af ári en viðsnúningur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi sett mark sitt á seinni hlutann.

Heildareignir bankans námu 5.347 milljörðum króna í lok ársins og jukust um 31,9% í íslenskum krónum. Þá jukust innlán sem hlutfall af heildarútlánum til viðskiptavina, en þau voru 29,6% í upphafi ársins og 41,8% í árslok. Arðsemi eigin fjár var 23.5% á árinu og hagnaður á hlut 95,2 krónur. Kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum að stjórnin muni leggja það til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 14.810 milljónir í arð vegna ársins 2007, eða 20 krónur á hlut. þkþ