Hundelt Ljósmyndarar fylgdu sjúkrabílnum sem Spears var flutt í 4. janúar sl. vel eftir.
Hundelt Ljósmyndarar fylgdu sjúkrabílnum sem Spears var flutt í 4. janúar sl. vel eftir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BANDARÍSKA poppsöngkonan Britney Spears var í gærmorgun flutt á sjúkrahús í Los Angeles í lögreglufylgd. Sjúkrabíll sótti hana heim til hennar í Studio City-hverfið.

BANDARÍSKA poppsöngkonan Britney Spears var í gærmorgun flutt á sjúkrahús í Los Angeles í lögreglufylgd. Sjúkrabíll sótti hana heim til hennar í Studio City-hverfið. Á annan tug lögreglumanna á bifhjólum, tveir lögreglubílar og tvær lögregluþyrlur fylgdu sjúkrabílnum, að sögn dagblaðsins Los Angeles Times .

Fjölmiðlar fylgdu Spears hvert fótmál. Geðlæknir Spears mun hafa óskað eftir því að hún yrði flutt á sjúkrahús. Talsmaður sjúkrahússins, Mark Wheeler, sagðist í gær ekki geta staðfest þessar fréttir og lögregla hafði ekkert frekar um málið að segja við fréttastofuna AP .

Spears missti forræði yfir börnum sínum tveimur í október í fyrra, eins og tveggja ára gömlum.

Hún fékk þó leyfi til þess að hitta börn sín þrisvar í viku undir eftirliti en var svipt leyfinu 4. janúar sl. þegar hún neitaði að skila drengjunum aftur til föður þeirra, Kevins Federline.

Í kjölfarið var Spears flutt á sjúkrahús og því haldið fram í fjölmiðlum að hún hefði fengið taugaáfall. Þá hefur ekki bætt úr skák að fjölmiðlar vestanhafs fylgjast með hverju fótmáli hennar.