MICHAEL Ballack, fyrirliði Þýskalands og leikmaður Chelsea, er kominn á ný í þýska landsliðshópinn sem mætir Austurríki í vináttuleik í Vín á miðvikudaginn kemur. Hann hefur ekki leikið með þýska landsliðinu vegna meiðsla í tíu mánuði.

MICHAEL Ballack, fyrirliði Þýskalands og leikmaður Chelsea, er kominn á ný í þýska landsliðshópinn sem mætir Austurríki í vináttuleik í Vín á miðvikudaginn kemur. Hann hefur ekki leikið með þýska landsliðinu vegna meiðsla í tíu mánuði. Landsliðshópur Þjóðverja er þannig skipaður að markverðir eru Timo Hildebrand (Valencia) og Jens Lehmann (Arsenal), og aðrir leikmenn í hópi Joachim Löw eru:

Varnarmenn: Gonzalo Castro (Leverkusen), Manuel Friedrich (Leverkusen), Roberto Hilbert (Stuttgart), Philipp Lahm (Bayern München), Per Mertesacker (Werder Bremen) og Heiko Westermann (Schalke).

Miðjumenn: Michael Ballack (Chelsea), Thomas Hitzlsperger (Stuttgart), Jermaine Jones (Schalke), Lukas Podolski (Bayern München), Simon Rolfes (Leverkusen), Bernd Schneider (Leverkusen), Bastian Schweinsteiger (Bayern München) og Piotr Trochowski (Hamburger).

Sóknarmenn: Mario Gomez (Stuttgart), Miroslav Klose (Bayern München), Kevin Kuranyi (Schalke) og Oliver Neuville (Mönchengladbach).