— Árvakur/Kristinn
Hörður Torfa og Laxness Tónleikar Söngvaskáldið Hörður Torfason flytur lög við ljóð Halldórs Laxness í stofunni á Gljúfrasteini á sunnudag kl. 16. Upphaflega stóð til að halda tónleikana um síðustu helgi en þá þurfti að fella þá niður vegna veðurs.

Hörður Torfa og Laxness

Tónleikar Söngvaskáldið Hörður Torfason flytur lög við ljóð Halldórs Laxness í stofunni á Gljúfrasteini á sunnudag kl. 16. Upphaflega stóð til að halda tónleikana um síðustu helgi en þá þurfti að fella þá niður vegna veðurs.

Dave Spoon á Íslandi

Skemmtanir Dave Spoon spilar á afmælishátíð Agent.is á Nasa í kvöld og í Sjallanum á Akureyri annað kvöld. Einnig koma fram Ghozt, JayArr, Frigore og fleiri.

Gospelsveifla á nýju ári

Messa Gospelkór Árbæjarkirkju og hljómsveit verða í syngjandi sveiflu í fyrstu léttmessu ársins í Árbæjarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.

Vampírur í Salnum

Kvikmyndir Hin árlega tónskáldahátíð Myrkir músíkdagar hefst í Salnum á sunnudag með pallborðsumræðum um fyrstu vampírumyndina Nosferatu. Að umræðum loknum verður myndin sýnd við lifandi tónlistarflutning. Umræðurnar hefjast kl. 14 og kvikmyndasýningin kl. 17.