Eftirsóttur Blair sinnir margvíslegum störfum á alþjóðavettvangi.
Eftirsóttur Blair sinnir margvíslegum störfum á alþjóðavettvangi. — AP
London. AFP. | Sendifulltrúi í Mið-Austurlöndum, ráðgjafi svissnesks tryggingafyrirtækis og bandarísks hlutabréfabanka, eftirsóttur fyrirlesari. Tony Blair hefur ekki hægt ferðina frá því hann lét af embætti forsætisráðherra Bretlands.

London. AFP. | Sendifulltrúi í Mið-Austurlöndum, ráðgjafi svissnesks tryggingafyrirtækis og bandarísks hlutabréfabanka, eftirsóttur fyrirlesari. Tony Blair hefur ekki hægt ferðina frá því hann lét af embætti forsætisráðherra Bretlands.

Verkefnin hlaðast upp og er Blair talinn vera á góðri leið með að verða ríkasti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands frá upphafi. Laun hans fyrir ráðgjafastörf hjá Zurich-tryggingafyrirtækinu og bankanum JPMorgan, auk launaðra fyrirlestra, eru áætluð yfir 13,4 milljónum evra á tæpu ári, 125 milljónum íslenskra króna.

Blair sinnir einnig fulltrúastarfi hjá Mið-Austurlandakvartettinum svokallaða, sem miðlar málum í friðarumleitunum Ísraels og Palestínu. Breska dagblaðið Financial Times efast í leiðara um að Blair geti haldið aðskildum ímynd sinni sem alþjóðlegs fulltrúa annars vegar og ímynd sinni sem viðskiptamanns hins vegar.

Tony Travers, prófessor við London School of Economics, hefur vísað slíkum ásökunum á hendur Blair á bug. Hann segir stöðu Blairs gegnsæja, það sé ekkert leyndarmál fyrir hverja hann starfi og því engin hætta á misferli. Fjölmiðlar hafa sýnt fram á að fjárþörf Blairs sé rík. Eftir að hann fluttist úr Downingstræti í júní á síðasta ári hafi hann flutt ásamt fjölskyldunni í glæsilegt hús í miðri Lundúnaborg með veði upp á um 4,7 milljónir evra.

Blair hefur verið orðaður við embætti forseta Evrópusambandsins og segir Travers ekki ólíklegt að Blair sé nú að baktryggja sig, skyldi hann verða af því embætti.