Freyja Oddsdóttir
Freyja Oddsdóttir
Frá Freyju Oddsdóttur: "ÞEGAR líður að námslokum og farið er að huga að atvinnuleit vakna upp margar spurningar um það hvernig skal finna draumastarfið og hvað stendur okkur til boða og þá er oft erfitt að finna svör."

ÞEGAR líður að námslokum og farið er að huga að atvinnuleit vakna upp margar spurningar um það hvernig skal finna draumastarfið og hvað stendur okkur til boða og þá er oft erfitt að finna svör. Hvernig finnum við þann vettvang sem okkur langar helst að vinna á? Hvaða eiginleikum sækjast fyrirtæki eftir í framtíðarstarfsmönnum? Hversu mikilvægt er að geta sýnt fram á reynslu og árangur? Hvað hefur vinnumarkaðurinn að bjóða okkur stúdentum?

Þú getur náð forskoti við leitina að atvinnu og áframhaldandi námi með því að mæta á Framadaga 2008. Þar geturðu leitað svara við þessum og öðrum spurningum sem þú kannt að hafa um fyrirtækin á atvinnumarkaðnum og fleira. Því langar mig að bjóða þér á Framadaga sem haldnir verða í Háskólabíó í dag, 1. febrúar, kl.11-17. Þar munu helstu fyrirtæki atvinnulífsins kynna starfsemi sína fyrir þér og öðrum nemendum víðsvegar af landinu.

Á Framadögum getur þú:

*kynnst því hvaða tækifæri atvinnulífið býður upp á að námi loknu,

*fundið þér framtíðarstarf eða sumarstarf,

*kynnst fulltrúum helstu fyrirtækja á vinnumarkaðnum,

*komist í samband við fyrirtæki sem vilja láta vinna lokaverkefni fyrir sig,

*skoðað kosti um áframhaldandi nám,

*komið þér og þínum hugmyndum á framfæri.

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um Framadaga á www.framadagar.is.

FREYJA ODDSDÓTTIR,

aðstoðarframkvæmdastjóri

Framadaga 2008.

Frá Freyju Oddsdóttur

Höf.: Freyju Oddsdóttur