Landaulet Gæti þetta verið næsti bíll Páfa? Í það minnsta á bíllinn ekki langt í það að uppfylla kröfur páfa því aðeins vantar skothelda glerbúrið.
Landaulet Gæti þetta verið næsti bíll Páfa? Í það minnsta á bíllinn ekki langt í það að uppfylla kröfur páfa því aðeins vantar skothelda glerbúrið.
Hinir ýmsu páfar hafa í gegnum tíðina setið í glæsilegum bifreiðum og veifað þaðan til fjöldans á ferðum sínum um heiminn.

Hinir ýmsu páfar hafa í gegnum tíðina setið í glæsilegum bifreiðum og veifað þaðan til fjöldans á ferðum sínum um heiminn. Til þessa brúks hafa verið notaðir sérsmíðaðir bílar, iðulega frá Mercedes Benz, sem hafa jafnan verið hvítir á lit, opnir og jafnvel skotheldir. Páfinn hefur t.d. látið sjá sig í Mercedes Benz 230G en einnig ML430, en báðir eru jeppar.

Vera má að Maybach hafi losað páfa undan þeim vandræðum að finna næsta bíl sinn því nýjasti þjóðhöfðingjabíll Maybach, sem fengið hefur heitið Landaulet, var frumsýndur fyrir skemmstu.

Mercedes Benz hyggst setja bílinn í framleiðslu en bíllinn er í stíl við eldri bíla Benz af svipuðum meiði; afskaplega stór, vel útbúinn og geipilega dýr. Spurningin er bara hvort einhverjir fleiri en páfinn og þjóðhöfðingjar í heitum löndum hafi efni og ástæðu til að kaupa bílinn.

Hálft þak – hálf blæja

Landaulet er í raun ákveðin útfærsla bíls þar sem aftari hluti þaksins er fjarlægður og blæju komið fyrir í staðinn en fremri hlutinn fær að vera áfram. Landaulet-bílar hafa ekki alltaf þótt eins smekklausir og í dag. Voru t.d. Mercedes Benz 600 af W100-gerðinni yfirleitt taldir með best heppnuðu þjóðhöfðingjabílum fyrr og síðar og eru margir þeirra enn í notkun þrátt fyrir að vera komnir til ára sinna, en þeir voru framleiddir frá 1963 til 1981.