MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu: „Vegna fréttar Morgunblaðsins á forsíðu um þá ákvörðun samningsaðila að fallið yrði frá kaupum Kaupþings hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu:

„Vegna fréttar Morgunblaðsins á forsíðu um þá ákvörðun samningsaðila að fallið yrði frá kaupum Kaupþings hf. á NIBC vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri:

Stærð umræddra kaupa var um 3.000 milljarðar króna, ef litið er til efnahags NIBC, og starfsemi fyrirtækjanna tveggja nær yfir a.m.k. 15 lönd. Skoðun á kaupunum og áhrifum þeirra var eðli máls samkvæmt umsvifamikil og flókin og kallaði á samstarf við eftirlitsaðila í sjö löndum. Í þessu ferli var kallað eftir upplýsingum og sjónarmiðum frá Kaupþingi. Málið var enn í skoðun og engin ákvörðun hafði verið tekin þegar samningsaðilar féllu frá kaupunum. Það er rangt sem kemur fram í fréttinni að sendar hafi verið skriflegar fyrirspurnir til Kaupþings eftir reglulegan stjórnarfund Fjármálaeftirlitsins þann 25. janúar sl.“

Aths. ritstj.

Vegna athugasemdar Fjármálaeftirlitsins vill ritstjórn Morgunblaðsins taka fram að það stendur við frétt sína.