FÉLAGIÐ MÍR – Menningartengsl Íslands og Rússlands, boðar til almenns borgarafundar í sal félagsins Hverfisgötu 105, Rvk. miðvikudaginn 6. febrúar kl. 17.

FÉLAGIÐ MÍR – Menningartengsl Íslands og Rússlands, boðar til almenns borgarafundar í sal félagsins Hverfisgötu 105, Rvk. miðvikudaginn 6. febrúar kl. 17.

Haukur Hauksson, magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, heldur fyrirlestur þar sem aðalefnið er staða milljarðamæringa Rússlands, hvernig þeir komust yfir sín gríðarlegu auðæfi á einni nóttu; hvaða brögðum og klækjum var beitt; viðskiptaumhverfi Rússlands á 10. áratugnum og afstaða núverandi stjórnvalda til oligarkhanna svonefndu. Leiknar verða upptökur af leyniviðræðum þeirra sem Haukur hefur komist yfir.

Einnig verður farið yfir stöðu mála og horfur í Rússlandi í ljósi forsetakosninga sem áformað er að fari í landinu sunnudaginn 2. mars 2008 næstkomandi.

Hvað ætlast Pútín forseti fyrir í stjórnmálum? Hver er eftirmaður hans, krónprins eða sjálfstæður stjórnmálamaður; möguleikar stjórnarandstöðunnar í núverandi ástandi; hvers vegna óttast Kremlverjar stjórnarandstæðing með minna en 1% raunfylgi?

Fleiri spurningum verður svarað, m.a. frá fundarmönnum í sal, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.