BORAT: CULTURAL LEARNINGS OF AMERICA FOR MAKE BENEFIT GLORIOUS NATION OF KAZAKSTAN <strong>(Stöð 2 kl.</strong> <strong>22.00) </strong>Vafalaust stuðar Cohen einhverja, því það er stundum erfitt að trúa eigin augum þegar &bdquo;fréttamaðurinn&ldquo; er fullum seglum á tjaldinu. Sem dæmi: Í einu atriðinu berjast þeir kviknaktir, Borat og sílspikaður ferðafélagi hans. Þeir enda í klúrustu fangbrögðum í rúmum sínum og berst leikurinn vítt um hótelið. Við eigum ekki eftir að sjá því slegið við, sjón er sögu ríkari og það má segja um Borat frá upphafi til enda. Ekki fyrir hneykslunargjarna, aðrir eignast ekki betri stundir frammi fyrir skjánum í bráð. **** ½
BORAT: CULTURAL LEARNINGS OF AMERICA FOR MAKE BENEFIT GLORIOUS NATION OF KAZAKSTAN (Stöð 2 kl. 22.00) Vafalaust stuðar Cohen einhverja, því það er stundum erfitt að trúa eigin augum þegar „fréttamaðurinn“ er fullum seglum á tjaldinu. Sem dæmi: Í einu atriðinu berjast þeir kviknaktir, Borat og sílspikaður ferðafélagi hans. Þeir enda í klúrustu fangbrögðum í rúmum sínum og berst leikurinn vítt um hótelið. Við eigum ekki eftir að sjá því slegið við, sjón er sögu ríkari og það má segja um Borat frá upphafi til enda. Ekki fyrir hneykslunargjarna, aðrir eignast ekki betri stundir frammi fyrir skjánum í bráð. **** ½
IDENTITY (Sjónvarpið kl. 22.50) Fyrsta mynd Mangolds (3:10 to Yuma, Walk the Line ), sem vakti verulega athygli fyrir stílbrögð og óhefðbundna framvindu. Gerist á óveðurskvöldi á afskekktu vegahóteli þar sem gestirnir fara að týna tölunni.

IDENTITY

(Sjónvarpið kl. 22.50)

Fyrsta mynd Mangolds (3:10 to Yuma, Walk the Line ), sem vakti verulega athygli fyrir stílbrögð og óhefðbundna framvindu. Gerist á óveðurskvöldi á afskekktu vegahóteli þar sem gestirnir fara að týna tölunni. Pottþéttur leikhópur, öðruvísi. *** ½

ENEMY MINE

(Stöð 2 kl. 23.40)

Jarðarbúi og drekamaður úr öðru sólkerfi nauðlenda samtímis á mannlausri plánetu. Að frádregnum heldur væmnum endi tekst kvikmyndagerðarmönnunum að höndla efnið á spennandi hátt með hæfilegri blöndu af kímni og harmi. Myndin á að gerast við lok 21. aldarinnar og leikmyndirnar ljá henni þann ævintýraljóma sem hinn ókannaði geimur býr yfir. *** ½

BLUE SKY

Stöð 2 Bíó kl. 18.00)

Þrátt fyrir reyfarakennt yfirbragð og drottnandi nærveru Lange á köflum, er myndin fyrir ýmsa hluti athyglisverð. Umfjöllunarefnið er bæði hin brothætta og margslungna persóna Carlyar sem Lange leikur skínandi vel, hinsvegar tekur myndin á viðkvæmu innanríkismáli í USA, glæfralegum kjarnorkuvopnatilraunum á sjötta og sjöunda áratugnum. ***

Sæbjörn Valdimarsson