Það tók hina 109 ára gömlu Maríu Kostova frá Makedónía rúmlega 20 ár að fá sitt fyrsta vegabréf þar sem þarlend yfirvöld þurftu að kanna hve gömul hún væri. María fæddist 7. febrúar 1898 og ekkert fæðingarvottorð var gefið út á þeim tíma.

Það tók hina 109 ára gömlu Maríu Kostova frá Makedónía rúmlega 20 ár að fá sitt fyrsta vegabréf þar sem þarlend yfirvöld þurftu að kanna hve gömul hún væri. María fæddist 7. febrúar 1898 og ekkert fæðingarvottorð var gefið út á þeim tíma. Yfirvöld í Makedóníu höfðu týnt gögnum um fæðingu hennar og þegar hún bað um vegabréf, fyrir rúmlega tuttugu árum, varð að leita að gögnunum.

María heyrði aldrei aftur frá yfirvöldum en nú hafa gögn um fæðingu hennar fundist og yfirvöld geta því staðfest hve gömul hún er. María mun því fá sitt fyrsta vegabréf í næsta mánuði, en það hittist svo vel á að þá er einmitt 110 ára afmæli hennar. Kostova segir að þetta sé óvænt ánægja og nú þurfi hún að íhuga hvert hún vilji ferðast svo hún geti nýtt vegabréfið.