Íslendingar hafa alltaf verið heillaðir af Skotlandi og er ekkert lát þar á enda hefur landið upp á ótal margt að bjóða annað en skotapils og sekkjapípur. Skotland er land hárra fjalla, dala og vatna og ekki skemmir glaðværð og gestrisni Skota fyrir.

Íslendingar hafa alltaf verið heillaðir af Skotlandi og er ekkert lát þar á enda hefur landið upp á ótal margt að bjóða annað en skotapils og sekkjapípur. Skotland er land hárra fjalla, dala og vatna og ekki skemmir glaðværð og gestrisni Skota fyrir.

Þau Ingibjörg Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson búa í Skotlandi og hafa verið dugleg að kynna Skotland fyrir Íslendingum en þau fara árlega um skosku heiðarnar með hóp Íslendinga í hinum vinsælu gönguferðum um West Highland Way.

Skosku hálöndin

Nú gefst kostur á að fara í páskaferð með Úrvali Útsýn á slóðir Hálandahöfðingjans en skosku hálöndin hafa löngum verið talin meðal fallegustu svæða í Evrópu. Ferðalöngum gefst kostur á að njóta ferðalags um djúpa dali, vötn og eyjar í héraði sem einkennist af stórbrotnu landslagi og merkilegri sögu en farið verður um Loch Lomond, Inverary, Oban, Glen Coe, Fort William, Isle of Skye, Loch Ness, Speyside og Stirling svo eitthvað sé nefnt.

„Það muna allir eftir vinsælu sjónvarpsþáttunum um Hálandahöfðingjann eða Monarch of the Glen sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu á sínum tíma,“ segir Inga. „Í þessari göngu munum við einmitt fara á þær slóðir þar sem þættirnir voru teknir upp enda er landslagið þar engu líkt og komum við til með að heimsækja ótal fallega staði. Á svæðinu eru líka fjölmargir glæsilegir kastalar og við munum skoða nokkra þeirra. Hálöndin eru líka þekkt fyrir framleiðslu á nokkrum af bestu viskítegundum í heimi og ætlum við að kynna okkur framleiðsluferlið en það eru eflaust margir sem hafa áhuga á því.“

Mikil náttúrufegurð

Náttúruunnendur verða ekki sviknir af ferðalagi um svæðið en bæði er hægt að njóta góðrar hreyfingar og útivistar sem og að kynna sér stórmerkilega sögu skosku hálandanna.

Svokallaðar hreyfiferðir eru að verða sífellt vinsælli meðal Íslendinga en fjöldi manns leggur land undir fót á ári hverju og fer í gönguferðir eða hjólreiðatúra erlendis.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.uu.is. og www.skotganga.co.uk.