Vinsæll Frá áramótum til desemberloka seldust 437.505 eintök af 207–bílnum í Evrópu en Peugeot þessi kom fyrst á markað sumarið 2006.
Vinsæll Frá áramótum til desemberloka seldust 437.505 eintök af 207–bílnum í Evrópu en Peugeot þessi kom fyrst á markað sumarið 2006.
Fyrsta heila almanaksárið í tilveru Peugeot 207-bílsins verður í minnum haft í annálum franska bílsmiðsins. Næg ástæða er til, því 207-bíllinn varð söluhæsti fólksbíllinn í Evrópu á nýliðnu ári. Frá áramótum til desemberloka seldust 437.
Fyrsta heila almanaksárið í tilveru Peugeot 207-bílsins verður í minnum haft í annálum franska bílsmiðsins. Næg ástæða er til, því 207-bíllinn varð söluhæsti fólksbíllinn í Evrópu á nýliðnu ári. Frá áramótum til desemberloka seldust 437.505 eintök af 207-bílnum í Evrópu en Peugeot þessi kom fyrst á markað sumarið 2006. Þá var einungis um að ræða þriggja og fimm dyra hlaðbak en í millitíðinni hafa komið til skjalanna fleiri útgáfur bílsins, svo sem felliþaksbíllinn 207 CC, sportútgáfan 207 Gti THP 175 og 207 SW skutbíllinn. Hér á landi seldust 63 eintök af bílnum á sama tíma. Í öðru sæti varð Volkswagen Golf en af honum seldust 435.055 bílar. Í næstu sætum voru svo Ford Focus (406.557) og Corsa (402.173) og Astra (402.044) frá Opel/Vauxhall. Fyrsta tuginn fylltu svo Renault Clio, Fiat Punto, Ford Fiesta, Volkswagen Passat og BMW 3-línan.