Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti úr 3,5% í 3,0%. Þar með hefur bankinn lækkað stýrivexti um 2,25% á seinustu fjórum mánuðum og hafa þeir ekki verið lægri síðan 2005.

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti úr 3,5% í 3,0%. Þar með hefur bankinn lækkað stýrivexti um 2,25% á seinustu fjórum mánuðum og hafa þeir ekki verið lægri síðan 2005. Lækkun stýrivaxta hefur ekki verið jafn hröð síðan í byrjun níunda áratugarins.

Lækkunin kemur í kjölfar frétta um að hagvöxtur hafi verið mun minni á seinasta fjórðungi ársins 2007 en búist var við. Spáð var 1,2% hagvexti en hann var aðeins 0,6% í reynd. þkþ