Hótelgesti brá aldeilis í brún þegar hann fékk alvöru mannsauga í kassa á hótelherbergi sitt í Tasmaníu. Kassinn sem merktur var „líffæri“ var færður hótelgestinum af leigubílstjóra en sá mæti maður gerði augsýnilega mistök.
Hótelgesti brá aldeilis í brún þegar hann fékk alvöru mannsauga í kassa á hótelherbergi sitt í Tasmaníu. Kassinn sem merktur var „líffæri“ var færður hótelgestinum af leigubílstjóra en sá mæti maður gerði augsýnilega mistök. Hótelgesturinn, sem eðlilega var í uppnámi, skilaði kassanum í móttöku hótelsins þar sem starfsmaður hótelsins setti kassann í ísskáp, hreinlega vegna þess að hann vissi ekki hvað hann átti að gera við augað. Talsmaður flugfélags í Ástralíu sem var ábyrgt fyrir auganu afsakaði mistökin og sagði að um leið og mistökin uppgötvuðust hefðu þau verið leiðrétt. Það náðist því að koma auganu á réttan stað í tíma.