SKOSK-íslenska flugfélagið City Star Airlines hefur hætt starfsemi, að því er fram kemur á vef félagsins, og fjallað var um í gær í skoskum og íslenskum fjölmiðlum.
SKOSK-íslenska flugfélagið City Star Airlines hefur hætt starfsemi, að því er fram kemur á vef félagsins, og fjallað var um í gær í skoskum og íslenskum fjölmiðlum. Félaginu var stjórnað af bræðrunum Rúnari og Atla Árnasonum og var það í eigu nokkurra Suðurnesjamanna, auk skoskra eigenda. Félagið hefur haldið úti áætlunarflugi frá Aberdeen í Skotlandi til nokkurra áfangastaða í Noregi. Ástæða þess að félagið hættir er einkum rakin til bilana í tveimur af fjórum Dornier -vélum, en önnur þeirra varð fyrir alvarlegum skemmdum á flugvellinum í Aberdeen í nóvember sl. Því hafi ekki verið hægt að halda úti starfseminni. Fram kemur í Víkurfréttum að hluthafafundur hafi nýlega verið haldinn í Grindavík þar sem greint hafi verið frá erfiðri stöðu félagsins og ákvörðun um að hætta starfsemi, a.m.k. í bili.