* Eitt merkasta hljóðver Íslandssögunnar er Stúdíó Grettisgat sem Egill Ólafsson tónlistarmaður lét reisa í gömlu hesthúsi á bak við heimili þeirra hjóna á Grettisgötu.

* Eitt merkasta hljóðver Íslandssögunnar er Stúdíó Grettisgat sem Egill Ólafsson tónlistarmaður lét reisa í gömlu hesthúsi á bak við heimili þeirra hjóna á Grettisgötu. Í Grettisgati tóku fjölmargar rokkhljómsveitir upp plötur sínar auk þess sem tónlist við kvikmyndir var reglulega samin þar og tekin upp. Þegar Stuðmenn komu saman aftur var heiti hljóðversins breytt í Stúdíó Sýrland, samanber Sumar á Sýrlandi , en með tíð og tíma fluttist hljóðverið norður fyrir Laugaveg og nafnið með.

Nú hefur heyrst að tónaflóð muni aftur fylla hesthúsið gamla við Grettisgötuna og að von sé jafnvel á einhverjum merkum tónlistarmönnum í húsið í framtíðinni.