Jafnréttindafélag Íslands var stofnað síðastliðið mánudagskvöld. Formaður þess er Ólafur Hannesson, samkvæmt fréttatilkynningu. Þar segir að tími hafi verið kominn á nýtt jafnréttisfélag sem vilji hugsa um jafnrétti fyrir alla.

Jafnréttindafélag Íslands var stofnað síðastliðið mánudagskvöld. Formaður þess er Ólafur Hannesson, samkvæmt fréttatilkynningu.

Þar segir að tími hafi verið kominn á nýtt jafnréttisfélag sem vilji hugsa um jafnrétti fyrir alla. Margir séu ekki ánægðir með jafnréttisumræðuna sem sé frekar einsleit, og ákveðin félög hafi einkaleyfi á umræðunni. „Það er til dæmis ekki til neitt sem heitir jákvæð mismunun, það er ávallt mismunun, og brýtur hún gegn jafnrétti,“ segir í tilkynningunni.