Stutt Aftökum fækkað Mahmoud Hashemi Shahrudi, sem fer með yfirstjórn dómsmála í Íran, hefur gefið út tilskipun um að opinberum aftökum verði fækkað verulega. Dauðarefsingu verði ekki beitt á almannafæri nema brýnustu nauðsyn beri til.

Stutt

Aftökum fækkað Mahmoud Hashemi Shahrudi, sem fer með yfirstjórn dómsmála í Íran, hefur gefið út tilskipun um að opinberum aftökum verði fækkað verulega. Dauðarefsingu verði ekki beitt á almannafæri nema brýnustu nauðsyn beri til. Einnig verður óheimilt að dreifa myndum af aftökum.

Róstur í Tsjad Uppreisnarmenn stefna hraðbyri á N'Djamena, höfuðborg Tsjad, eftir að hafa náð borg í 300 kílómetra fjarlægð á sitt vald. Hafa stjórnvöld sent herlið til að stöðva 300 farartækja fylkingu uppreisnarmanna.

Helför úthýst Lögbann hefur verið sett á sýningaratriði sambahóps á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó de Janeró í Brasilíu. Hugðist hópurinn minnast helfarar gyðinga í atriði sínu, en það þótti dómara ekki samræmast anda hátíðarinnar.