— Árvakur/Ómar
NÝTT húsnæði Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, var opnað við hátíðlega athöfn í gær.

NÝTT húsnæði Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, var opnað við hátíðlega athöfn í gær. Það var Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sem opnaði húsið formlega, en það er við Langholtsveg 43 í Reykjavík. Lengst til hægri standa Erna Magnúsdóttir forstöðumaður og Guðrún Högnadóttir, formaður stjórnar Ljóssins.

Hlýlegt og heimilislegt

Markmið Ljóssins er að efla lífsgæði á erfiðum tímum með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt, og draga þannig úr hliðarverkunum sjúkdómsins. Þeir sem hafa krabbamein og aðstandendur þeirra hafa aðgang að endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni. Að sögn er áherslan á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem fólki finnst það velkomið.