NÝVERIÐ gerðu Lyfjafræðideild HÍ, Rannsóknastofnun um lyfjamál (RUL) og Endurmenntun HÍ með sér samning til tveggja ára sem felur í sér samstarf um símenntun lyfjafræðinga og starfsfólks í lyfjaiðnaði.

NÝVERIÐ gerðu Lyfjafræðideild HÍ, Rannsóknastofnun um lyfjamál (RUL) og Endurmenntun HÍ með sér samning til tveggja ára sem felur í sér samstarf um símenntun lyfjafræðinga og starfsfólks í lyfjaiðnaði. Meðal samstarfsverkefna er nýtt meistaranám í lyfjaskráningum. Námið er 12 einingar á meistarastigi og nær yfir þrjú misseri. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem taka á meginviðfangsefnum lyfjaskráninga. Einnig eru í boði tvö styttri námskeið á vormisseri; náttúrulyf og þróun nýrra lyfja.

RUL var stofnuð á síðasta ári, en stofnunin er sú fyrsta einbeitir sér að rannsóknum og úttektum á lyfjamálum. Markmiðið er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir er lúta að skynsamlegri ákvarðanatöku um lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði, segir í fréttatilkynningu.