Þeir sem fá aldrei nóg af því að gagnrýna ofbeldi í tölvuleikjum munu líklega slefa við þær fréttir að tölvuleikur byggður á Saw-hryllingsmyndunum sé í bígerð.

Þeir sem fá aldrei nóg af því að gagnrýna ofbeldi í tölvuleikjum munu líklega slefa við þær fréttir að tölvuleikur byggður á Saw-hryllingsmyndunum sé í bígerð.

Það er leikjafyrirtækið Brash Entertainment sem vinnur að gerð leiksins en hann er væntanlegur í október árið 2009.

Brash vinnur um þessar mundir náið með framleiðendum Saw-myndanna, Lionsgate og Twisted Pictures, við að búa til nýjan söguþráð fyrir leikinn sem mun tvinnast saman við heim Saw-myndanna. Leikurinn mun notast við nýjustu Unreal-grafíkvélina og því ættu framleiðendur leiksins að geta látið blóðið og allan viðbjóðinn líta nokkuð raunverulega út.

Saw-myndirnar hafa notið gríðarlegra vinsælda en þær tilheyra svokölluðum Gorno-flokki kvikmynda þar sem reynt er að líkja eftir allskonar pyntingum og misþyrmingum á sem raunverulegastan máta.

Því ætti fólk að geta ímyndað sér það fjaðrafok sem mun verða þegar Saw-tölvuleikurinn verður loksins gefinn út á næsta ári en undanfarna mánuði hafa staðið yfir harðar deilur vegna leiksins Manhunt 2 sem mun vera barnaleikur samanborið við Saw. vij