Ford-fyrirtækið í Kanada hefur kippt að sér höndum og hætt notkun auglýsinga í dagblöðum í fylkjunum Saskatchewan og Manitoba eftir að látnar voru í ljós áhyggjur um að þær myndu stuðla að bílþjófnaði.

Ford-fyrirtækið í Kanada hefur kippt að sér höndum og hætt notkun auglýsinga í dagblöðum í fylkjunum Saskatchewan og Manitoba eftir að látnar voru í ljós áhyggjur um að þær myndu stuðla að bílþjófnaði.

Um var að ræða heilsíðuauglýsingu sem birtist í blaði í Winnipeg í Manitoba. Á henni var afturstuðari bíls þar sem á var letrað: „Aktu honum eins og þú hafir stolið honum.“

Lögreglunni í Winnipeg þótti auglýsingin allt annað en fyndin. Talsmaður hennar staðfesti áhyggjur lögreglunnar um að boðskapur hennar gæti reynst rangur. Hann sagði reyndar að starfsmenn fjölmiðla hefðu fyrstir orðið til að vekja athygli lögreglunnar á málinu.

Talsmaður Ford í Kanada sagði fyrirtækið harma að auglýsingin kunni að hafa valdið vanda. Ákvað fyrirtækið að draga hana til baka og hætta við frekari birtingu hennar.