Sportjeppinn Volvo XC90 Executive mun eflaust fanga athygli ófárra þegar hann verður frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Bifreiðin hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun, öryggi og visthæfni svo eitthvað sé nefnt.

Sportjeppinn Volvo XC90 Executive mun eflaust fanga athygli ófárra þegar hann verður frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Bifreiðin hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun, öryggi og visthæfni svo eitthvað sé nefnt. Bíllinn býðst með tveimur vélum, annars vegar 4,4 lítra og 315 hestafla bensínvél, sem jafnframt er léttasta V8 vél sem framleidd er, og hins vegar 2,5 lítra og 185 hestafla túrbódísilvél.

Volvo XC90 Executive er vel búinn miklum þæginda- og öryggisbúnaði og mætti nefna speglafría framrúðu og hliðarrúður, rauðvið í innréttingu, leðuráklæði, rafstillingar og minni í ökumannssæti, Dynaudio hljómkerfi með 6 diska magasíni og 12 hátölurum, beygjustýrð Xenon aðalljós með þvottakerfi, króm við afturljós, 18 álfelgur, krómaða hliðarspegla og ýmislegt fleira.

Volvo XC90 Executive verður frumsýndur hjá Brimborg í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. febrúar, milli kl. 12 og 16. Boðið verður upp á veitingar auk þess sem reynsluakstursbílar verða á staðnum.