Aukaaðalfundur Öryrkjabandalags Íslands verður haldinn 14. febrúar næstkomandi en ákvörðun um það var tekin á aðalstjórnarfundi í fyrrakvöld. Á dagskrá aukaaðalfundarins verður formannskosning og stefnumótunarvinna.

Aukaaðalfundur Öryrkjabandalags Íslands verður haldinn 14. febrúar næstkomandi en ákvörðun um það var tekin á aðalstjórnarfundi í fyrrakvöld. Á dagskrá aukaaðalfundarins verður formannskosning og stefnumótunarvinna.

Emil Thoroddsen, varaformaður Öryrkjabandalagsins, hefur sinnt störfum formanns síðan Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku í bandalaginu þann 11. janúar síðastliðinn. Þá sagði jafnframt framkvæmdastjóri bandalagsins, Hafdís Gísladóttir, upp starfi sínu. Um 15 umsóknir bárust um framkvæmdastjórastarfið.

Emil hefur ekki viljað gefa upp við 24 stundir hvort hann hyggist gefa kost á sér í embætti formanns.

ibs