[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
K amerúninn Samuel Eto'o fór í sögubækur í fyrrakvöld þegar Kamerún sigraði Súdan 3-0 í Afríkukeppninni. Bætti kappinn tveimur mörkum þar í safn sitt en enginn hefur skorað jafn mörg mörk í keppninni frá upphafi og Eto'o eða sextán alls.

K amerúninn Samuel Eto'o fór í sögubækur í fyrrakvöld þegar Kamerún sigraði Súdan 3-0 í Afríkukeppninni. Bætti kappinn tveimur mörkum þar í safn sitt en enginn hefur skorað jafn mörg mörk í keppninni frá upphafi og Eto'o eða sextán alls.

L oksins er farið að glitta í liti AC Milan meðal toppliðanna á Ítalíu. 1-0 sigur gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Reggina kom stórliðinu í sjötta sætið en slíkar hæðir hafa leikmenn þess ekki komist upp í á þessum vetri. Emil kom ekki við sögu en lið hans er í vondum málum við botn Seríu A.

Þ að ætti einnig að gefa aðdáendum AC tilefni til glotts að þjálfari erkifjendanna í Inter, Roberto Mancini , þykir ekki merkilegur þjálfari þrátt fyrir stórkostlegan árangur Inter undir hans stjórn. Allavega er hann ekki meðal þeirra þriggja þjálfara sem til greina koma sem þjálfarar ársins á Ítalíu.

N ú eru skrílslæti eða lýðræði, eftir því hver lítur á, í gangi í Liverpool. Þar hafa aðdáendur liðsins stofnað hlutafélag sem hefur það eitt markmið að kaupa liðið af bandarískum eigendum þess. Plottið gæti mögulega gengið ef nógu margir leggja í púkkið auk þess sem hægt er að koma eigendunum í bobba með því einu að láta ekki sjá sig á einum eða tveimur heimaleikjum liðsins enda eigendurnir vel skuldugir.

U ngstirnið Theo Walcott var ekki par sáttur við Arsene Wenger sem setti hann á lánslista Arsenal enda beðið lengi tækifæris. Ætlar hann ekki að fara neitt heldur freista þess áfram að heilla Wenger á æfingasvæðinu.

B etri en Beckham . Þetta segir Alex Ferguson um aukaspyrnusnilli Cristiano Ronaldo hins portúgalska. Mark hans úr aukaspyrnu gegn Portsmouth fer að sögn fræðinga beint í metabækur sem eitt hið glæsilegasta í boltanum og undir það tekur stjórinn Alex sem hefur séð tonn af slíkum mörkum.