Kennararnir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Eydís Lára Franzdóttir, Pamela de Sensi, Emil Friðfinnsson og Rúnar Óskarsson.
Kennararnir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Eydís Lára Franzdóttir, Pamela de Sensi, Emil Friðfinnsson og Rúnar Óskarsson.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is PÉTUR og úlfurinn, rússneska ævintýrið hans Prokofievs, verður flutt á tónleikum í Salnum á morgun kl. 13. Það eru kennarar í Tónlistarskóla Kópavogs sem leika, en sögumaður verður Sigurþór Heimisson leikari.

Eftir Bergþóru Jónsdóttur

begga@mbl.is

PÉTUR og úlfurinn, rússneska ævintýrið hans Prokofievs, verður flutt á tónleikum í Salnum á morgun kl. 13. Það eru kennarar í Tónlistarskóla Kópavogs sem leika, en sögumaður verður Sigurþór Heimisson leikari. Sergei Prokofiev samdi bæði tónlistina og söguna um strákinn Pétur sem óhlýðnaðist afa sínum og fór langt út fyrir hliðið á bænum þeirra, þar sem hann lenti auðvitað í ævintýrum og loks sjálfum úlfinum.

Ævintýrið hefur frá upphafi verið óhemjuvinsælt, og Prokofiev bjó svo um hnútana að krakkar – og fullorðnir líka – gætu fylgt persónunum í tónlistinni, því hver og ein þeirra á sitt stef og sitt hljóðfæri. Pétur á fiðlurnar og stefið hans er glaðlegt og sprækt. Afi gamli er þyngri á sér, og það er fagottið sem spilar hans stef. Fuglinn er leikinn af flautunni, öndin af óbóinu og kötturinn af klarínettunni. Veiðimennirnir í skóginum eiga sitt stef í byssuskotunum sem hljóma í pákum og stóru trommunni, og sjálfur úlfurinn á tignarlegt hornstef. Á tónleikunum spila kennararnir þætti úr öðru rússnesku meistaraverki, Myndum á sýningu eftir Mússorgskí.