Sprenging í óleyfilegri flugeldaverksmiðju skók Istanbúl í gær. 20 manns létu lífið, rösklega 100 særðust og nærliggjandi hús skemmdust. „Það urðu tvær sprengingar. Fyrri sprengingin kveikti eld og fólk hópaðist að fyrir utan til að fylgjast með.

Sprenging í óleyfilegri flugeldaverksmiðju skók Istanbúl í gær. 20 manns létu lífið, rösklega 100 særðust og nærliggjandi hús skemmdust.

„Það urðu tvær sprengingar. Fyrri sprengingin kveikti eld og fólk hópaðist að fyrir utan til að fylgjast með. Átta af þeim týndu lífi í seinni sprengingunni,“ segir Kadir Topbas borgarstjóri.

Verksmiðjan stóð í hverfi þar sem mikið er af ólöglegu atvinnuhúsnæði. Yfirvöld höfðu lokað henni í tvígang, en framleiðsla hófst jafnharðan aftur. aij