Annir Miðlarar í kauphöllinni í New York áttu annasaman dag í gær, en bandarískar hlutbréfavísitölur hækkuðu samfellt allan daginn.
Annir Miðlarar í kauphöllinni í New York áttu annasaman dag í gær, en bandarískar hlutbréfavísitölur hækkuðu samfellt allan daginn. — Reuters
ERLENDIR hlutabréfamarkaðir hækkuðu almennt í gær, með nokkrum undantekningum þó. Bandaríska Dow Jones-vísitalan hækkaði um 1,67% og Nasdaq um 1,73%.

ERLENDIR hlutabréfamarkaðir hækkuðu almennt í gær, með nokkrum undantekningum þó. Bandaríska Dow Jones-vísitalan hækkaði um 1,67% og Nasdaq um 1,73%. Evrópskar vísitölur byrjuðu daginn með nokkuð skörpum lækkunum en hækkuðu á ný eftir að bandarísku markaðirnir voru opnaðir og ljóst var hvert stefndi vestanhafs.

Ofmetnar atvinnuleysistölur

Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,73%, en þýska DAX lækkaði hins vegar um 0,34%.

Slæmar verðbólgufréttir í Evrópu kunna að hafa ráðið því hvernig markaðir þar hófu daginn, en tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu mælist nú 3,2% og hefur ekki verið meiri í fjórtán ár. Þykja þessar fréttir renna stoðum undir þá skoðun margra að evrópski seðlabankinn muni ekki lækka stýrivexti í næstu viku.

Hækkanirnar í Bandaríkjunum eru raktar til þess að útlitið í efnahagsmálum heimsins almennt er talið betra en áður var talið. Þá kom í ljós að tölur um fjölda fólks á atvinnuleysisbótum í Bandaríkjunum hefðu verið ofmetnar.