[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
P ólitíkin í Reykjavíkurborg er orðin eitt af furðum veraldar og ekki verður hún minna skrýtin ef litið er til baka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er einn þeirra sem fellt hafa dóma yfir störfum Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, á heimasíðu sinni.

P ólitíkin í Reykjavíkurborg er orðin eitt af furðum veraldar og ekki verður hún minna skrýtin ef litið er til baka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er einn þeirra sem fellt hafa dóma yfir störfum Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, á heimasíðu sinni. Miðað við ummæli og bakgrunn Björns gengur plottið Ólafur borgarstjóri illa upp. Í nóvember 2005 segir Björn um málflutning Ólafs í borgarstjórn að hann „endurspeglar eitt sérkennilegasta viðhorf til stjórnmála, sem ég hef kynnst.“ Um tillögu sem Ólafur flutti í borgarstjórn segir Björn að hún virðist „aðeins flutt í því skyni að hann gæti talað um sjálfan sig, ofsóknir sjálfstæðismanna í sinn garð og eigin fórnir í þágu umhverfismála.“

F yrir síðustu borgarstjórnarkosningar í ársbyrjun 2006 efaðist Björn um lýðræðishefðir í Frjálslynda flokknum og skrifaði: „Frjálslyndir vita lítið um prófkjör eða hvernig að þeim er staðið. Þeir hafa aðrar aðferðir, þannig lýsti Ólafur F. Magnússon , borgarfulltrúi frjálslyndra, því einn yfir, að hann yrði í fyrsta sæti á lista frjálslyndra í Reykjavík. Við skulum vona að það verði flokknum ekki dýrkeypt,“ bloggaði Björn. Þeir sem sáu frjálslynda á fundi í átökum Margrétar Sverrisdóttur við Magnús Þór Hafsteinsson, Jón Magnússon og Guðjón Arnar Kristjánsson í fyrra tóku eflaust undir með Birni um að þar ríktu óhefðbundnar aðferðir í pólitík.

N ú er öldin önnur og samherjar Björns gæta vel að borgarstjóranum sínum. Helst vilja þeir pakka honum inn í bómull. Nú síðast Ásta Möller , hjúkrunarfræðingur og þingmaður. Ásta lætur sér detta í hug að pólitíkin sé ekki óskapanna virði. Ekki hefur þó skort á eftirsókn eftir borgarstjórastólnum eins og öðrum góðum pólitískum stólum. Þetta sanna dæmin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur líkast til aðlagað sig að sætinu á fundi norrænna borgarstjóra, þegar Ólafur F. sat heima. beva@24stundir.is