Bílaleigan ALP hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarðar króna. Talið er að um sé að ræða stærstu einstöku bílaviðskipti sem ráðist hefur verið í á Íslandi.

Bílaleigan ALP hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarðar króna.

Talið er að um sé að ræða stærstu einstöku bílaviðskipti sem ráðist hefur verið í á Íslandi.

440 bílanna koma frá B&L og eru af gerðunum Hyundai, Renault og Land Rover. 460 bílar til viðbótar koma frá Ingvari Helgasyni og eru það Nissan, Subaru og Opel bifreiðar.

ALP, sem er umboðsaðili Avis og Budget á Íslandi, hyggst nota alla bílana í útleigu og stefnt er á að þeir séu allir komnir á götuna um miðjan júnímánuð.