Sigríður Ingibjörg Hallgrímsdóttir fæddist á Akureyri 14. maí 1920. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 23. janúar.

Elsku hjartans amma mín.

Ég á fallegar minningar úr Hrafnagilsstrætinu hjá ykkur afa.

Mér eru minnisstæðastar stundirnar í eldhúsinu þínu þar sem ég sat við litla rauða borðið og horfði á þig elda og baka eins og þér einni var lagið. Mér leið alltaf vel hjá þér því þú sýndir alltaf mikla væntumþykju og hlýju, og alltaf tókstu á móti manni með opinn faðminn.

Nú ertu komin í ljósið til afa. Hvíl í friði elsku amma mín og takk fyrir fallegar minningar.

Þrír kossar á kinn.

Þín

Hildur.