„ÞAU íslensku mannanafnalög sem eru í gildi í dag eru að sumu leyti mjög frjálslynd og leyfa allt mögulegt hvað innihald varðar.

„ÞAU íslensku mannanafnalög sem eru í gildi í dag eru að sumu leyti mjög frjálslynd og leyfa allt mögulegt hvað innihald varðar. Er kemur að útliti og formi nafnanna eru þau hins vegar svolítið íhaldssöm,“ segir Baldur Sigurðsson sem á sæti í mannanafnanefnd. Baldur ætlar að ræða háðsglósurnar sem hann segir nefndina jafnan fá í framhaldi af úrskurðum hennar í fyrirlestrinum Nöfn og ónefni um helgina og um leið þá staðhæfingu að nefndin „samþykki alls konar vitleysu en hafni síðan nöfnum sem virðast góð og gild“. | 22