Rúnar Kristjánsson hugleiðir „vanþróun heimsins“: Allt sem vera ætti brýnast öðlast varla nokkur svör. Vörður hrynja, vegir týnast, villast menn á lífsins för. Þó segir hann sumt gleðiefni: Ýmsir valdamenn sem mara mæða þjóðir veröld í.

Rúnar Kristjánsson hugleiðir „vanþróun heimsins“:

Allt sem vera ætti brýnast

öðlast varla nokkur svör.

Vörður hrynja, vegir týnast,

villast menn á lífsins för.

Þó segir hann sumt gleðiefni:

Ýmsir valdamenn sem mara

mæða þjóðir veröld í.

En Bush og Pútín bráðum fara,

bíða margir eftir því!

Og varðandi skuldir heimilanna:

Lengt er þjóðar skuldaskeið,

skaðað flest með ránum.

Viðhaldið þar verstu neyð,

verðtryggingu á lánum.

Það eru ýmsir úlfar til,

ekki er lífið sæla.

Girnast þeir hin grimmu skil,

glefsa víða í hæla!

Í leiknum gegn Frökkum var oft minnst á það „að Ólafur væri ekki með“. Rúnar sá að það var ekki gæfulegt:

Ólánið þar öllu réð,

á það ber að minna.

Ólafur var ekki með

og ógerlegt að vinna!

Loks las hann um áramótin „fróðlegan pistil“ eftir Halldór Blöndal, þar sem Einar Benediktsson bar á góma, og orti :

Margur er í málum hýddur,

misjöfn reynast samin verk.

En Einar verður ekki þýddur,

íslenskan er þar svo sterk!

pebl@mbl.is