„Ég hef tvisvar sinnum farið í inntökupróf Leiklistarháskólans hér heima, en í hvorugt skiptið komst ég inn. Ég veit ekki hvort ég reyni við það aftur en það er aldrei að vita.
„Ég hef tvisvar sinnum farið í inntökupróf Leiklistarháskólans hér heima, en í hvorugt skiptið komst ég inn. Ég veit ekki hvort ég reyni við það aftur en það er aldrei að vita. Ég hef hins vegar sótt skóla úti í Danmörku sem heitir Odsherred Theaterschool,“ segir Elsa Björnsdóttir, leikkona og fyrrverandi táknmálsþula, sem leikur í „Óþelló, Desdemóna og Jagó“ sem sýnt er á Litla sviði Borgarleikhússins en sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins.