RAGNA Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, er enn í 53. sætinu á heimslistanum í einliðaleik kvenna í badminton en nýr listi var birtur í gær. Hún hefur því verið í sama sætinu sex vikur í röð, eða síðan hún lyfti sér upp um tvö sæti þann 28.

RAGNA Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, er enn í 53. sætinu á heimslistanum í einliðaleik kvenna í badminton en nýr listi var birtur í gær. Hún hefur því verið í sama sætinu sex vikur í röð, eða síðan hún lyfti sér upp um tvö sæti þann 28. desember.

Keppendur sem eru í baráttu við Rögnu um sæti á Ólympíuleikunum, sem fram fara í Peking í haust, hafa færst til og hún er nú í 18. sæti innan Evrópu. Fjórtán Evrópuþjóðir eiga keppendur fyrir ofan Rögnu og hún er því áfram ágætlega sett hvað varðar ólympíusætið. Baráttan fer þó greinilega harðnandi því margar Evrópukonur eru skammt fyrir aftan Rögnu á listanum.

Ragna er komin til Írans þar sem hún tekur þátt í alþjóðlegu móti sem hefst í Teheran á morgun.

Tinna Helgadóttir er í 279. sæti á heimslistanum og Katrín Atladóttir í 331. sæti. Í einliðaleik karla er Magnús Ingi Helgason í 344. sæti og Atli Jóhannesson í 402. sæti.

Ragna og Katrín eru í 189. sæti í tvíliðaleik kvenna og þau Magnús Ingi og Tinna eru í 194. sæti í tvenndarleik.