Hindranir Þessum bíl var lagt upp á gangstétt við Eiríksgötu í gærmorgun. Eins og sjá má er illmögulegt að ryðja stéttina.
Hindranir Þessum bíl var lagt upp á gangstétt við Eiríksgötu í gærmorgun. Eins og sjá má er illmögulegt að ryðja stéttina.
NOKKUÐ er um að ökumenn stingi framenda bíla sinna upp á gangstétt eða að bílnum sé lagt snyrtilega með tvö dekk upp á gangstéttina.

NOKKUÐ er um að ökumenn stingi framenda bíla sinna upp á gangstétt eða að bílnum sé lagt snyrtilega með tvö dekk upp á gangstéttina. Framkvæmdasvið borgarinnar hvetur ökumenn til að vanda sig við að leggja bílum sínum þannig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir.

„Þetta skapar slysahættu fyrir gangandi vegfarendur“, er haft eftir Steinari Bergmann á heimasíðu framkvæmdasviðs, en hann starfar við að moka snjó af gangstéttum í Þingholtunum. Hann bendir á að gamla fólkið þurfi að klöngrast yfir ruðningana sem eftir verða þegar hann þurfi að bakka frá og svo sé heldur enginn sandur á þeim kafla sem verður útundan.

Ástandið er sagt sérstaklega slæmt í nágrenni við Landspítalann, á Eiríksgötu og Barónsstíg, en þar virðast margir halda að leggja megi upp á gangstétt. Einnig er algengt að koma að bílum í gangi uppi á gangstéttum við leikskóla í hverfinu. „Fólk er að hendast inn með börnin á leikskólann. Því finnst það kannski stoppa stutt við, en fyrir mig þýðir þetta bið í 15 til 20 mínútur,“ er haft eftir Steinari. „Þetta er spurning um að gefa sér örlítið meiri tíma til að leggja bílnum og taka tillit til samborgaranna.“