STJÓRN færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hefur skrifað undir samning við evrópska flugvélarframleiðandann Airbus um kaup á A319 flugvél árið 2011 og einnig samið um kauprétt á annarri slíkri flugvél.

STJÓRN færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hefur skrifað undir samning við evrópska flugvélarframleiðandann Airbus um kaup á A319 flugvél árið 2011 og einnig samið um kauprétt á annarri slíkri flugvél. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði notaðar í áætlunarflugi félagsins milli Færeyja og Danmerkur.

Atlantic Airways, sem skráð er í kauphöll OMX á Íslandi og í Kaupmannahöfn, hóf starfsemi fyrir rúmum 20 árum og hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá. Félagið á nú sjö flugvélar og þrjár þyrlur.