Guðlaug Guðmundsdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir
ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að semja drög að íslenskri málstefnu. Nefndin vill vanda sem best til verksins og ná sem mestri samstöðu um málstefnuna áður en hún verður kynnt opinberlega síðar á þessu ári.
ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að semja drög að íslenskri málstefnu. Nefndin vill vanda sem best til verksins og ná sem mestri samstöðu um málstefnuna áður en hún verður kynnt opinberlega síðar á þessu ári. Til þess að svo megi verða hefur hún boðað til tíu málþinga með það að markmiði að efna til umræðu um mismunandi svið málstefnunnar og kalla fram sjónarmið hlutaðeigandi hópa. Annað málþingið fer fram í samvinnu við Samtök móðurmálskennara í dag kl. 14-16 í fyrirlestrasalnum Bratta í Kennaraháskólanum. Framsöguerindi og umræður eru á dagskránni.