Félag anti-rasista heldur í kvöld styrktartónleika á Gauki á Stöng, en tónleikarnir eru þeir fyrstu af þrennum í ár.
Félag anti-rasista heldur í kvöld styrktartónleika á Gauki á Stöng, en tónleikarnir eru þeir fyrstu af þrennum í ár. Fókusinn er settur á hipphopp- og reggae-tónlist að þessu sinni og treður fjöldinn allur af tónlistarfólki upp, þar á meðal Rottweilerhundarnir, Sesar-A, Magadanshópur Kramhússins, Kenya og margir fleiri ásamt plötusnúðum og dönsurum. Aðgangseyrir er 1000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. Aldurstakmark er 18 ár.