Opnun Bílás - Bílasala Akranes opnaði um síðustu helgi nýjan sýningarsal á Akranesi, í nýjum húsakynnum sínum við Smiðjuvelli.
Opnun Bílás - Bílasala Akranes opnaði um síðustu helgi nýjan sýningarsal á Akranesi, í nýjum húsakynnum sínum við Smiðjuvelli.
Bílás – Bílasala Akraness opnaði um síðustu helgi nýjan sýningarsal á Akranesi, í nýjum húsakynnum sínum við Smiðjuvelli þar í bæ.
Bílás – Bílasala Akraness opnaði um síðustu helgi nýjan sýningarsal á Akranesi, í nýjum húsakynnum sínum við Smiðjuvelli þar í bæ. Um er að ræða 500m 2 sýningarsal þar sem pláss er fyrir allt að 16 nýja bíla og öll aðstaða og húsnæði er eins og best verður á kosið. Rúmgott útisvæði tekur allt að 100 notaða bíla sem seldir eru í umboðssölu. Bílás, sem er umboðsaðili fyrir bílaumboðin Heklu, KIA og B&L, heldur á árinu upp á 25 ára afmæli sitt en fyrirtækið var stofnað árið 1983 og hefur alla tíð verið í eigu bræðranna Magnúsar og Ólafs Óskarssona. „Nýtt húsnæði breytir öllu í okkar rekstri,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Við ætlum að þjóna íbúum Vesturlands vel með þessa breiðu línu bíla sem við höfum upp á að bjóða en bjóðum auðvitað alla velkomna til okkar í viðskipti.“