[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real höfðu heppnina með sér þegar dregið var í 8 liða úrslit og undanúrslit í spænsku bikarkeppninni í handknattleik.
Ó lafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real höfðu heppnina með sér þegar dregið var í 8 liða úrslit og undanúrslit í spænsku bikarkeppninni í handknattleik. Þeir drógust gegn Antequera , og sigurliðið mætir annaðhvort Arrate eða Sigfúsi Sigurðssyni og félögum í Ademar León í undanúrslitum. Portland dróst gegn Valladolid og Aragón gegn Barcelona en sigurliðin úr þessum leikjum mætast í undanúrslitum, þannig að Ólafur og félagar sleppa við stóru liðin þar til í úrslitaleiknum, ef þeir komast þangað. Síðustu umferðirnar eru leiknar í Zaragoza 16.-20. apríl.

KR-ingar hafa verið sviptir stigum úr leik sínum við Leikni R. í Reykjavíkurmótinu í meistaraflokki karla í knattspyrnu. KR vann leikinn, 3:1, en tefldi fram Guðmundi Péturssyni sem er enn skráður í Sandefjord í Noregi , þar sem hann lék sem lánsmaður síðasta haust. Leiknismönnum hefur verið úrskurðaður sigur, 3:0. Á sama veg fer væntanlega um leik KR gegn ÍR . KR-ingar unnu, 4:2, en Guðmundur var líka með í þeim leik og ÍR á því 3:0-sigur vísan. Möguleikar KR-inga á að leika til úrslita í mótinu eru því að engu orðnir.

Kári Ársælsson , varnarmaður úr úrvalsdeildarliði Breiðabliks í knattspyrnu, hefur verið lánaður til 1. deildar liðs Stjörnunnar . Kári, sem er 22 ára, lék aðeins einn leik með Blikum á Íslandsmótinu síðasta sumar.

K ristinn Björgúlfsson handknattleiksmaður hefur skipt yfir í ÍR en hann hefur í vetur leikið með PAOK í Grikklandi . Þar áður var hann í tvö ár hjá Runar í Noregi . Kristinn styrkir lið ÍR sem á í harðri keppni við FH og Víking um sæti í efstu deild karla á næstu leiktíð.

Þá hefur Davíð Ólafsson tilkynnt félagsskipti frá liði í Óðinsvéum til Víkings sem einnig leikur í 1. deild eins og ÍR .

Um næstu mánaðamót verður Norðurlandameistaramót öldunga í frjálsíþróttum, 35 ára og eldri, haldið í fyrsta skipti hér á landi, í Laugardalshöllinni. Að sögn Egils Eiðssonar , framkvæmdastjóra FRÍ, hafa tæplega 200 erlendir keppendur skráð sig á mótið en lokadagur skráningar íslenskra keppenda er í dag, föstudag. Mótið fer fram dagana 29. febrúar til 2. mars.